NORÐURLJÓSAFERÐ

northern lights tour in reykjavik iceland

Norðurljósin sjást helst þegar léttskýjað er á dimmum vetrarkvöldum. Þá dansa þau um himininn með grænu skini sem verður oft bleikt í jöðrum með fjólubláum kjarna. Þetta stórkostlega sjónarspil verður til þegar hlaðnar rafeindir í sólvindum rekast á segulsvið jarðar.Við förum með ykkur út í sveit þar sem við sjáum vel til himins ótrufluð af borgarljósunum. Hvert förinni verður heitið hverju sinni fer eftir veðri og ástandi vega í nágrenni borgarinnar. Norðurljósin eru hvikult náttúrufyrirbæri og engin trygging er fyrir því að þau sjáist þegar við viljum.
Í þessum ferðum er nauðsynlegt að vera vel klæddur.

Athugið: Við getum ekki tryggt að Norðurljósin sjáist í öllum ferðum. Ef ekkert sést til þeirra bjóðum við upp á aðra ferð fría við fyrsta tækifæri.

Ef við þurfum að aflýsa ferð af veðurfarslegum ástæðum getur þú valið um að breyta miðanum þínum í aðra ferð síðar eða hætta við og fá að fullu endurgreitt.

Litlir hópar – ljúfar ferðir

Ferðatími: 2,5 klukkustundir

Brottför: 21:30 frá síðasta gististað

Verð: 7.800 ISK ( lámark 3 farþegar)

Tímabil: HEFST FLJÓTLEGA  – 15. apríl
Innifalið: Allur akstur, leiðsögn, kakó og kleinur

Athugið að söfnun hefst klukkan 21:00. Vinsamlega verið þá tilbúin.

Við sérstakar aðstæður er einnig hægt að semja um söfnun af öðrum stöðum en gististöðum. Vinsamlegast hafið þá samband við okkur.

Loading...