LUNDASKOÐUN

Lundinn heldur sig á eyjunum við sundin blá út af Reykjavík. Þangað er um 15 mínútna sigling úr Reykjavíkurhöfn. Lundinn er algengasti fuglinn á Íslandi. Stofninn er um 3,3 milljónir fugla. Lundabyggð er í Akurey, um 15.000 pör og í Lundey, um 10.000 pör. Við útvegum sjónauka. Munið að klæða ykkur í samræmi við veður. Takið myndavélina og góða skapið með.

Tímabil: 1.maí – 23.ágúst (alla daga)

Ferðatími: Um 1 klukkustund.

Brottför: 15:00, 17:00 og 19:00 frá flotbryggju í Vesturbugt í Reykjavíkurhöfn næst sjóminjasafninu.

Litlir hópar – ljúfar ferðir.

Loading...