FERÐIRNAR OKKAR

FERÐIR YFIR SUMARTÍMA

SJÓSTÖNG

Fiskinn sem þú veiðir getum við eldað um borð eða þú tekið hann heim í soðið.

Við útvegum veiðarfæri og skjólfatnað. Það er ógleymanleg reynsla að setja í fyrsta fiskinn. Við skoðum alltaf lundana í leiðinni.

Tímabil: 15.apríl  – 31.ágúst (alla daga)

Ferðatími: Um það bil 2,5 klukkustundir.

Brottför: 11:00 frá flotbryggju í Vesturbugt í Reykjavíkurhöfn næst sjóminjasafninu.

LUNDASKOÐUN

Lundinn heldur sig á eyjunum við sundin blá út af Reykjavík.

Þangað er um 15 mínútna sigling úr Reykjavíkurhöfn.

Tímabil: 1.maí – 23.ágúst (alla daga)

Ferðatími: Um 1 klukkustund.

Brottför: 15:00, 17:00 og 19:00 frá flotbryggju í Vesturbugt í Reykjavíkurhöfn, næst Sjóminjasafninu.

Volcanic Wonderland / Southwest Coast.

Í þessari ferð skoðum við hin ýmsu náttúrfyrirbæri sem fyrir finnast á Reykjanesskaganum. Einnig skoðum við söfn á leið okkar. Í hádeginu borðum við í Grindavík. Allt innifalið.

Tímabil:  1 Sept 2017  – 15 Apríl  2018  á þriðjudögum og fimmtudögum

Ferðatími: 7 klukkustundir (+ – 1).

Brottför: 10:00

Verð: 19.900 fyrir fullorðna og 9.900 fyrir börn 7-15 ára.  Yngri börn fá frítt.

Lámarkfjöldi farþega eru 2.

FERÐIR YFIR VETRARTÍMA

NORÐURLJÓSAFERÐ

Í Norðurljósaferðum ökum við út úr borginni svo við getum betur séð ljósin dansa um himininn.

Norðurljósin eru eitt mikilfenglegasta sjónarspil sem Ísland hefur upp á að bjóða yfir vetrartímann.

Ferðatími: 2,5 klukkustundir

Brottför: 21:00 frá síðasta gististað

Verð: 7.800 ISK ( lámark 3 farþegar)